Vesturstrandar hip hopp (einnig Vesturstrandarrapp) er undirflokkur í Hip Hop tónlist og menningu og á rætur sínar að rekja til vesturstrandar Bandaríkjanna. Almennt er talið að Hip Hop eigi uppruna sinn að rekja til austurstrandar Bandaríkjanna, hafi þróast þar og síðar breiðst út um bandaríkin og seinna heiminn.